Knattspyrnumaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson er að snúa aftur til Leiknis í Breiðholti en samningur hans við ÍA er runninn út.
Fótbolti.net hefur eftir Sigurði Höskuldssyni, þjálfara Leiknis, að Leiknir sé að endurheimta Óttar sem var um tíma fyrirliði Leiknis.
Óttar hóf ferilinn í Bolungarvík, þar sem Sigurður lék einmitt um tíma, en hefur lengst af leikið með Leikni en einnig Stjörnunni og nú síðast Skagamönnum. Óttar er 31 árs og hefur leikið 92 leiki í efstu deild og 128 í næstefstu.
Uppfært kl. 10:14: Leiknir hefur á samfélagsmiðlum sínum staðfest vistaskipti Óttars Bjarna.