Óttar mættur í Leikni

Ljósmynd/Leiknir

Miðvörðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson er genginn í raðir uppeldisfélags síns Leiknis. Hann kemur til liðsins frá ÍA.

Óttar lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Leiknis árið 2009 og var þar allt fram til ársins 2016. Árin 2017 og 2018 lék hann með Stjörnunni en fékk fá tækifæri og samdi við ÍA árið 2019. Þar hefur hann verið algjör lykilmaður og fyrirliði liðsins sem fór alla leið í bikarúrslit á nýliðnu tímabili.

Hinn 31 árs gamli Óttar er nú snúinn heim og er ljóst að um mikinn liðstyrk er að ræða fyrir Leiknismenn. Sjálfur segir Óttar það alltaf hafa verið planið að enda ferilinn með uppeldisfélaginu.

Það er með mikilli gleði sem Leiknir tilkynnir um endurkomu Óttars Bjarna Guðmundssonar í Stolt Breiðholts,“ segir í tilkynningu Leiknis.

Óttar Bjarni Guðmundsson í leik með ÍA gegn núverandi félagi …
Óttar Bjarni Guðmundsson í leik með ÍA gegn núverandi félagi sínu Leikni. Ljósmynd/Haukur Gunnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert