Sindri í Keflavík

Sindri Snær er mættur í Keflavík.
Sindri Snær er mættur í Keflavík. Ljósmynd/Keflavík

Miðjumaðurinn Sindri Snær Magnússon er genginn til liðs við Keflavík í fótboltanum. Hann skrifaði undir samning út tímabilið 2024.

Sindri, sem er 29 ára gamall, er uppalinn í ÍR en lék með Keflavík tímabilin 2014 og 2015. Hann hefur einnig spilað með Breiðabliki, Selfossi, ÍBV og nú síðast ÍA. Sindri er annar leikmaðurinn sem yfirgefur ÍA í dag en áðan var tilkynnt að Óttar Bjarni Guðmundsson hefði gengið í raðir Leiknis.

Í tilkynningu Keflavíkur kemur fram að Sindri komi með dýrmæta reynslu inn í ungt lið og að mikils sé vænst af honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert