Arnþór leggur skóna á hilluna

Arnþór Ingi Kristinsson í leik með KR gegn Val í …
Arnþór Ingi Kristinsson í leik með KR gegn Val í sumar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefur lagt skóna á hilluna, 31. árs að aldri.

Hann staðfesti ákvörðunina í samtali við Fótbolta.net í dag.

Arnþór Ingi lék undanfarin þrjú tímabil með KR. Hann er uppalinn hjá ÍA og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki þar áður en hann fór til Hamars í Hveragerði.

Þaðan skipti hann yfir til Víkings úr Reykjavík áður en hann hélt í Vesturbæinn og vann Íslandsmeistaratitilinn með KR á sínu fyrsta tímabili árið 2019.

Hann lék á ferlinum 155 leiki í þremur efstu deildunum hérlendis og skoraði í þeim 15 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert