„Þurfum að eiga toppleik til að eiga möguleika“

Agla María Albertsdóttir í leik gegn PSG í Meistaradeildinni í …
Agla María Albertsdóttir í leik gegn PSG í Meistaradeildinni í október. mbl.is/Unnur Karen

Ásmundur Arnarsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu og Agla María Albertsdóttir leikmaður þess sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag fyrir leik liðsins gegn Kharkiv í Meistaradeildinni á morgun.

Vika er frá síðasta leik liðanna sem endaði með markalausu jafntefli. Ásmundur segir undirbúninginn á milli leikjanna hafa verið góðan.

Það er góð stemn­ing í hópn­um og við höf­um átt góða æf­inga­viku. Við vorum ekki ánægð með sóknarleikinn okkar í fyrri leiknum og höfum verið að reyna að laga það. Allir okkar leikmenn eru leikfærir og við erum tilbúin í þetta. Við verðum að eiga betri leik en síðast.“

Fyrri leikur liðanna fór fram á grasi en leikurinn á morgun fer að sjálfsögðu fram á gervigrasinu á Kópavogsvelli. Ásmundur telur það ekki skipta höfuðmáli en það gæti hjálpað.

„Ég held að aðalmunurinn sé að nú erum við komin á okkar heimavöll sem við þekkjum betur. Kharkiv völdu að spila síðasta leik í heimalandinu á gervigrasi til að undirbúa sig betur. Aðalmálið er að við stefnum á sigur í þessum leik á morgun.“

Agla María tekur í sama streng og Ásmundur og segir þær verða að eiga betri leik en síðast ætli þær sér sigur.

„Við þurfum að hafa meiri ró á boltanum og ná að spila boltanum betur. Það er mikilvægt að við náum að skora fyrsta markið. Þetta er hörkulið sem við erum að fara að mæta og við þurfum að eiga toppleik til að eiga möguleika.“ 

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. Ljósmynd/Breiðablik
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert