Helgi tekinn við 2. flokki Fjölnis

Helgi Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson á hliðarlínunni í Vestmannaeyjum í …
Helgi Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson á hliðarlínunni í Vestmannaeyjum í sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. flokks Fjölnis í knattspyrnu karla.

Helgi lét af störfum sem þjálfari ÍBV eftir að hafa stýrt Eyjamönnum upp í úrvalsdeildina að nýju í haust.

Orðrómur var uppi um að Helgi myndi taka við 2. flokki Fjölnis og stýra Vængjum Júpiters í E-deildinni einnig en hann reyndist ekki á rökum reistur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert