Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. flokks Fjölnis í knattspyrnu karla.
Helgi lét af störfum sem þjálfari ÍBV eftir að hafa stýrt Eyjamönnum upp í úrvalsdeildina að nýju í haust.
Orðrómur var uppi um að Helgi myndi taka við 2. flokki Fjölnis og stýra Vængjum Júpiters í E-deildinni einnig en hann reyndist ekki á rökum reistur.
HELGI SIGURÐSSON ÞJÁLFAR 2. FLOKK KARLA
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) November 18, 2021
Helgi Sig hefur verið ráðinn sem þjálfari 2. flokks karla hjá félaginu. Félagið lýsir yfir mikilli ánægju með þessari ráðningu og býður hann velkominn til starfa.#FélagiðOkkar pic.twitter.com/cVR1SNpkQQ