Knattspyrnumaðurinn Daníel Ingi Jóhannesson, 14 ára leikmaður ÍA, er á leið til FC Kaupmannahafnar þar sem hann mun æfa á reynslu. Eldri bróðir hans, hinn 18 ára gamli Ísak Bergmann, er á mála hjá félaginu.
Þær bræður eru synir Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara karlaliðs ÍA og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanns.
Tilkynnt var um að Daníel Ingi færi á reynslu hjá danska stórveldinu á samfélagsmiðlum ÍA í dag.
Daníel Ingi Jóhannesson til æfinga hjá FCK
— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) November 18, 2021
Daníel Ingi sem er aðeins 14 ára gamall og einn af efnilegu leikmönnum ÍA fer til reynslu hjá FCK.
Ungir og efnilega drengir frá ÍA eru að vekja mikla athygli erlendra félaga sem er gleðiefni fyrir félagið okkar.#ÁframÍA pic.twitter.com/9rF9iyVgtn