Yngri bróðir Ísaks á reynslu hjá Kaupmannahöfn

Fetar yngri bróðir í fótspor Ísaks Bergmanns Jóhannessonar?
Fetar yngri bróðir í fótspor Ísaks Bergmanns Jóhannessonar? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Daníel Ingi Jóhannesson, 14 ára leikmaður ÍA, er á leið til FC Kaupmannahafnar þar sem hann mun æfa á reynslu. Eldri bróðir hans, hinn 18 ára gamli Ísak Bergmann, er á mála hjá félaginu.

Þær bræður eru synir Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara karlaliðs ÍA og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanns.

Tilkynnt var um að Daníel Ingi færi á reynslu hjá danska stórveldinu á samfélagsmiðlum ÍA í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert