Ástríða mín fyrir fótbolta er enn svo sterk

Ari Freyr Skúlason gengur sáttur frá borði.
Ari Freyr Skúlason gengur sáttur frá borði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason tilkynnti í liðinni viku að landsliðsskórnir væru komnir á hilluna. Ari, sem er 34 ára leikmaður Norrköping í Svíþjóð, lék alls 83 landsleiki frá árinu 2009 og kom sá síðasti í undankeppni HM 2022 gegn Rúmeníu fyrr í mánuðinum. Hann kveðst ganga sáttur frá borði þótt tilfinningarnar séu vissulega blendnar.

„Það verður náttúrlega söknuður þegar strákarnir hittast í landsliðsferðum. Ég held að ég sé búinn að missa af einni ferð á síðustu 10-11 árum, sem var vegna höfuðmeiðsla. En það er kominn tími á að leyfa ungu strákunum að taka við.

Svo er ég líka sjálfur að hugsa um minn líkama og mína fjölskyldu í þessum landsleikjahléum. Börnin skilja ekki alveg hversu mikið stolt fylgir því að vera valinn í landsliðið og spila fyrir þjóð sína. Þegar þau eru komin á þennan aldur sem þau eru á núna og farin að skilja þá er alltaf svo leiðinlegt þegar pabbi er að fara svona mikið, sem maður skilur alveg. Þegar maður fær landsleikjapásu vill maður nýta tímann með börnunum og fjölskyldunni á þessum síðustu árum manns sem fótboltamaður,“ sagði Ari í samtali við Morgunblaðið.

Stórmótin og umspil EM 2020

Spurður hvað hafi staðið upp úr á 12 ára landsliðsferli sagði hann svarið liggja í augum uppi „Það er náttúrlega að komast á tvö stórmót, það er alveg ótrúlegt. Við gerðum það og árangurinn sem við höfum náð síðustu ár er auðvitað frábær.

Fyrsti landsleikurinn minn kemur árið 2009 úti í Íran. Það var auðvitað frábært að fá fyrsta landsleikinn en hann var ekkert „hipp, hipp, húrra“ fyrir mig, það er frekar árangurinn sem maður hefur tekið þátt í að ná síðustu ár. Þessi hópur og þessi vinskapur sem við höfum átt, það er það sem maður hugsar mest til.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert