Efnilegur leikmaður í Laugardalinn

Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir. Ljósmynd/Þróttur

Knattspyrnudeild Þróttar hefur samið við Kötlu Tryggvadóttur um að leika með liðinu næstu tvö tímabil hið minnsta. Katla kemur til liðsins frá Val.

Katla, sem er fædd árið 2005, á leiki í efstu deild og Evrópukeppni þrátt fyrir ungan aldur. Einnig hefur hún verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands.

Tilkynning Þróttar:

Katla Tryggvadóttir til liðs við Þrótt  

Katla Tryggvadóttir skrifaði í dag undir 2ja ára samning um að leika með Þrótti. Katla er fædd 2005, hún er uppalinn í Val og er í hópi allra efnilegustu knattspyrnukvenna landsins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Katla leikið í efstu deild með Val og hún á einnig að baki leiki í Evrópukeppni. Katla hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og leikið með bæði u16 og u17 landsliðunum.  

,,Katla Tryggvadóttir er gríðarlega spennandi leikmaður að okkar mati,“ segir Kristján Kristjánsson formaður knd. Þróttar. ,,Hún er enn eitt púslið í uppbyggingu kvennaliðs Þróttar og á eftir að færa liðinu mikið með þeim hæfileikum sem hún býr að. Okkur Þróttara hlakkar til að vinna með Kötlu næstu árin innan og utan vallar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert