Knattspyrnudeild ÍBV og miðjumaðurinn Alex Freyr Hilmarsson hafa gert samkomulag um þriggja ára samning.
Alex kemur til Eyjamanna frá KR, en hann var að láni hjá Kórdrengjum í 1. deild á síðustu leiktíð. Hann er 28 ára og skoraði tvö mörk í níu leikjum síðasta sumar.
Alex er uppalinn hjá Sindra á Hornafirði og hefur einnig leikið með Grindavík, Víkingi Reykjavík og KR. Í 104 leikjum í efstu deild hefur Alex skorað 16 mörk.
ÍBV endaði í öðru sæti í 1. deild á síðustu leiktíð og tryggði sér sæti í deild þeirra bestu.