Símtalið kom skemmtilega á óvart

Natasha Anasi í leik með Keflavík.
Natasha Anasi í leik með Keflavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan Natasha Anasi hefur átt viðburðaríkar síðustu vikur en í lok októbermánaðar gekk hún til liðs við Breiðablik frá Keflavík.

Natasha, sem er þrítug, lék með Keflavík frá 2017 til ársins 2021 og var fyrirliði liðsins í fjögur ár en hún hefur verið besti leikmaður Keflvíkinga undanfarin ár.

Þá var hún valin í íslenska landsliðshópnum sem mætir Japan og Kýpur á fimmtudag og næsta þriðjudag en þetta er í annað sinn á ferlinum sem hún er valin í íslenska landsliðið.

Mjög erfið ákvörðun

„Það var mjög erfið ákvörðun að taka að yfirgefa Keflavík,“ sagði Natasha í samtali við Morgunblaðið.

„Ég varð samningslaus í október og ég tók mér því góðan tíma í að fara yfir næstu skref á mínum ferli. Tímabilið með Keflavík var bæði langt og strembið enda tekur það á andlega að vera stöðugt í botnbarátt. Þetta var rétti tíminn til þess að breyta til.

Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir Keflavík og öllu því sem félagið hefur gert fyrir mig. Ég gaf allt mitt fyrir félagið og markmiðið hjá klúbbnum var að halda sér í deildinni eftir að hafa komið upp sem nýliðar. Það tókst og ég er líka með ákveðin markmið sem leikmaður og mig langaði að fylgja þeim eftir,“ sagði Natasha.

Nánar er rætt við Natöshu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert