Halldór Jón Sigurður Þórðarson er á förum frá Íslands- og bikarmeisturum Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við fótbolta.net.
Halldór, sem er 25 ára gamall, er samningsbundinn Víkingum til haustsins 2023 en hann kom við sögu í ellefu leikjum með Víkingum í efstu deild á tímabilinu.
Alls á hann að baki 26 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað eitt mark en hann er uppalinn í Safamýri hjá Fram og lék þar til 2016 en síðan með Hetti, Aftureldingu, ÍR og Gróttu og Víkingum frá 2019.
Halldór hefur verið orðaður við bæði ÍBV og Fram að undanförnu.