Byrjunarlið Íslands: Cecilía í markinu

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í byrjunarliði íslenska liðsins.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í byrjunarliði íslenska liðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Japan í vináttulandsleik í Almere í Hollandi í dag.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti byrjunarlið sitt fyrir leikinn núna rétt í þessu en Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir eru einnig í byrjunarliðinu.

Agla María Albertsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru á köntunum og Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á miðsvæðinu.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Cecilía Rán Rúnarsdóttir

Varnarmenn: Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir.

Miðjumenn: Alexandra Jóhannsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Sóknarmenn: Agla María Albertsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is og hefst klukkan 18:40.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert