Tvö íslensk félög á leið til Spánar

KA og Víkingur úr Reykjavík eru bæði á leiðinni til …
KA og Víkingur úr Reykjavík eru bæði á leiðinni til Spánar í janúar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnufélögin Víkingur úr Reykjavík og KA taka þátt í Scandinavian League sem fram fer á Alicante á Spáni, dagana 24. janúar til 5. febrúar næstkomandi.

Einungis félög frá Skandinavíu taka þátt á mótinu en mótið er hluti af undirbúningstímabili liðanna sem verða tólf talsins. 

Víkingar leika í A-riðli keppninnar ásamt Jerv frá Noregi, Mjällby frá Svíþjóð og Lahti frá Finnlandi.

KA leikur í C-riðlinum ásamt Start frá Noreg og HJK Helsinki frá Finnlandi en fjórða og síðasta lið C-riðilsins hefur ekki verið staðfest.

Undanúrslit mótsins verða leikin 3. febrúar og úrslitaleikur fer fram tveimur dögum síðar, 5. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert