Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings í knattspyrnu, segir í samtali við Fótbolta.net að hann eigi von á því að Víkingur kynni tvo nýja leikmenn á morgun.
Karl Friðleikur Gunnarsson er að ganga í raðir Víkings frá Breiðabliki en Karl lék með Víkingi í sumar á lánssamningi.
Arnar staðfestir að Víkingur hafi rætt við HK um að fá Valgeir Valgeirsson. Valgeir er samningsbundinn HK og líklegast er talið að hann verði lánaður til Víkings á næsta tímabili.