Lagleg mörk Íslands gegn Japan (myndskeið)

Berglind Björg Þorvaldsdóttir var á skotskónum í gærkvöldi.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var á skotskónum í gærkvöldi. mbl.is/Unnur Karen

Sveindís Jane Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru á skotskónum þegar íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann sterkan 2:0-sigur gegn Japan í vináttulandsleik í Almere í Hollandi í gærkvöldi.

Sveindís Jane kom Íslandi á bragðið með fyrsta skoti leiksins í kjölfar góðs spretts hennar eftir tæplega stundarfjórðungs leik.

Berglind Björg tvöfaldaði svo forystuna með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Sveindísar Jane á 70. mínútu.

Þar við sat og fyrsti sigur Íslands gegn Japan í kvennaflokki staðreynd.

Mörkin tvö úr leiknum í gærkvöldi má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert