Sveindís Jane Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru á skotskónum þegar íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann sterkan 2:0-sigur gegn Japan í vináttulandsleik í Almere í Hollandi í gærkvöldi.
Sveindís Jane kom Íslandi á bragðið með fyrsta skoti leiksins í kjölfar góðs spretts hennar eftir tæplega stundarfjórðungs leik.
Berglind Björg tvöfaldaði svo forystuna með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Sveindísar Jane á 70. mínútu.
Þar við sat og fyrsti sigur Íslands gegn Japan í kvennaflokki staðreynd.
Mörkin tvö úr leiknum í gærkvöldi má sjá hér:
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði svo seinna mark leiksins í síðari hálfleik.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 26, 2021
And here is the second goal from Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Two superb goals.#dottir pic.twitter.com/Ix5EhL3uLy