Heillaskrefið sem Sveindís tók

Sveindís Jane Jónsdóttir hefur vakið mikla athygli í leikjum íslenska …
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur vakið mikla athygli í leikjum íslenska landsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frammistaða Sveindísar Jane Jónsdóttur í 2:0-sigri íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Japan á fimmtudagskvöld var ekki beint til þess fallin að minnka væntingar manns í garð hennar.

Hún lék afar vel, skoraði eitt mark og lagði upp annað auk þess að ógna í sífellu með löngum innköstum sínum þar sem fjöldi færa, þar á meðal tvö dauðafæri, sköpuðust í leiknum.

Framfarir Sveindísar, sem er tvítug, frá því hún samdi við þýska stórveldið Wolfsburg fyrir rúmu ári hafa verið miklar og reyndist það mikið heillaskref að fara strax á láni til sænska félagsins Kristianstad, þar sem hún lék undir handleiðslu aðalþjálfarans Elísabetar Gunnarsdóttur og með reynsluboltanum Sif Atladóttur á liðnu tímabili.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert