Knattspyrnudeild Fylkis hefur gengið frá þriggja ára samningi við hinn 21 árs gamla Frosta Brynjólfsson.
Frosti kemur til Fylkis frá Haukum þar sem hann skoraði átta mörk í sautján leikjum í 2. deildinni síðasta sumar.
Frosti er uppalinn hjá KA en hann hefur einnig leikið með Magna. Alls hefur hann leikið 51 leik í þremur efstu deildum Íslands og skorað í þeim átta mörk, öll í C-deild.
Fylkir féll úr efstu deild síðasta sumar og leikur í 1. deild á næstu leiktíð.