Fylkismenn styrkja sig

Frosti Brynjólfsson í leik með KA.
Frosti Brynjólfsson í leik með KA. Árni Sæberg

Knattspyrnudeild Fylkis hefur gengið frá þriggja ára samningi við hinn 21 árs gamla Frosta Brynjólfsson.

Frosti kemur til Fylkis frá Haukum þar sem hann skoraði átta mörk í sautján leikjum í 2. deildinni síðasta sumar.

Frosti er uppalinn hjá KA en hann hefur einnig leikið með Magna. Alls hefur hann leikið 51 leik í þremur efstu deildum Íslands og skorað í þeim átta mörk, öll í C-deild.   

Fylkir féll úr efstu deild síðasta sumar og leikur í 1. deild á næstu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert