Gaf mér aukalíf að verða móðir

„Ég hef aðeins pælt í framtíðinni eftir ferilinn og ég hef tekið þessi grunnþjálfaranámskeið hjá KSÍ,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Elísa, sem er þrítug, fór fyrir liði Vals sem varð Íslandsmeistari í tólfta sinn í sögu félagsins í sumar en liðið vann úrvalsdeildinni með þó nokkrum yfirburðum.

Elísa gekk til liðs við Val frá Kristianstad árið 2015 en hún eignaðist sitt fyrsta barn í apríl 2018.

„Mér finnst ótrúlega gaman að gefa af mér og finnst mjög gaman að vera út á velli með bæði krökkum og unglingum,“ sagði Elísa.

„Það er í raun ótrúlegt en mér finnst alltaf jafn gaman að mæta æfingar. Það gaf mér aukalíf að verða móðir því ég fæ að vera knattspyrnukonan Elísa þegar ég er á æfingum,“ sagði Elísa.

Viðtalið við Elísu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert