Leikur áfram með Fram

Þórir Guðjónsson í leik með Fram gegn Grindavík í sumar.
Þórir Guðjónsson í leik með Fram gegn Grindavík í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sóknarmaðurinn Þórir Guðjónsson hefur bæst í hóp þeirra leikmanna Fram sem hafa gert nýjan samning við knattspyrnudeild félagsins til tveggja ára.

Þórir ólst upp hjá Fram en fór 19 ára til Vals og lék síðan með Fjölni og Breiðabliki. Hann sneri aftur til Fram í árslok 2019 og hefur leikið með liðinu í 1. deildinni undanfarin tvö tímabil þar sem hann tók þátt í að koma Frömurum upp í úrvalsdeildina í ár.

Þórir, sem er þrítugur, hefur skorað 15 mörk í 39 leikjum með Fram undanfarin tvö ár í 1. deild en hann hefur skorað 33 mörk í 128 leikjum í úrvalsdeildinni fyrir Fjölni, Val og Breiðablik. Þórir lék auk þess hálft tímabil með Leikni R. í 1. deild fyrir tíu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert