Af hverju elskar íþróttafólk kjúkling?

„Mér fannst vanta haldbærar upplýsingar fyrir bæði íþróttafólk, þjálfara, foreldra og forráðamenn til að reiða sig á varðandi næringu og annað,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Elísa, sem er þrítug, gaf út sína fyrsta bók á dögunum sem heitir Næringin Skapar meistarann en Elísa er menntaður næringarfræðingur.

Bókin hefur fengið mjög góðar viðtökur en margir af þekktustu íþróttamönnum þjóðarinnar ljá henni lið í bókinni og fara meðal annars rækilega yfir næringu sína á leikdegi.

„Ég hélt að það eina sem ég kynni væri að mæta á æfingu og spila fótboltaleik en svo greinilega leynast sköpunarhæfileikar annarsstaðar líka,“ sagði Elísa.

„Það gefur manni mikið að trúa og treysta og sjálfum sér og að láta verkin tala,“ sagði Elísa meðal annars.

Viðtalið við Elísu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert