„Þetta kom frekar óvænt upp og ég hefði í raun aldrei getað ímyndað mér það að ég myndi einhverntíman fara erlendis að spila fótbolta á þeim tíma,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Elísa, sem er þrítug og uppalin í Vestmannaeyjum, lék með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í tvö tímabil; 2014 og 2015.
Elísabet Gunnarsdóttir fékk Elísu út til Svíþjóðar á sínum tíma eftir að bakvörðinn hafði staðið sig vel með ÍBV en Elísabet hefur stýrt liði Kristianstad frá árinu 2009.
„Eitt eitt leiddi af öðru og áður en ég vissi af var ég mætt út til Svíþjóðar með eina ferðatösku og illa sátt með lífið,“ sagði Elísa.
„Á þeim tíma voru peningarnir ekki miklir og öll innkoma frá félaginu fór í húsaleigu. Ég þurfti að bjarga mér og ég skúraði gólf og skipti á rúmum á Hilton-hótelinu í Kristianstad nokkra daga í viku,“ sagði Elísa meðal annars.
Viðtalið við Elísu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.