Fram tilkynnti í dag að knattspyrnudeild félagsins hefði samið við leikmann frá Venesúela en Fram leikur í úrvalsdeild karla á næsta keppnistímabili.
Leikmaðurinn sem um ræðir er 23 ára gamall og heitir Jesús Yendis. Mun hann vera vinstri bakvörður en einnig geta leikið á kantinum.
Yendis lék síðast með Hermanos Colmenarez í Venesúela en ekki er tjaldað til einnar nætur því Yendis gerði tveggja ára samning við Fram.