FH-ingurinn Logi Hrafn Róbertsson er nú á reynslu hjá ítalska knattspyrnufélaginu Hellas Verona. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.
Logi, sem er einungis 17 ára gamall, lék ellefu leiki með FH í úrvalsdeildinni síðasta sumar en hann er uppalinn í Hafnarfirðinum.
Hann á að baki 19 leiki í efstu deild og þá á hann að baki 13 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Hellas Verona er sem stendur í ellefta sæti ítölsku A-deildarinnar en Emil Hallfreðsson lék með liðinu frá 2010 til ársins 2016.
Fótbolti.net greinir frá því að leikmaðurinn sé eftirsóttur af fleiri liðum og að Willem II sé eitt þeirra liða sem séu með augastað á leikmanninum.