Þróttur úr Vogum, sem leikur í fyrsta skipti í 1. deild karla í knattspyrnu á næsta ári, hefur gengið frá samningum við FH um að fá efnilegan varnarmann lánaðan frá Hafnarfjarðarliðinu annað árið í röð.
Haukur Leifur Eiríksson, sem er 19 ára gamall, hefur jafnframt samið að nýju við FH til 2023 en mun leika sitt annað tímabil í Vogum. Haukur lék 19 leiki fyrir Þróttara í 2. deildinni í ár og tók þátt í glæsilegum sigri liðsins.