Dagur Sampsted, 17 ára gamall vinstri bakvörður og yngri bróðir hins 23 ára gamla hægri bakvarðar Alfons Sampsted, hefur í vetur æft með B-liði Bodö/Glimt, en Alfons er lykilmaður hjá aðalliðinu.
Aðalliðið varð á dögunum Noregsmeistari annað tímabilið í röð og lék Alfons 29 af 30 leikjum liðsins í deildinni bæði tímabilin.
Alfons lék fimm af sjö A-landsleikjum sínum hingað til á þessu ári.
Dagur, sem er á mála hjá Breiðabliki, hefur undanfarna mánuði æft með B-liðinu og heldur aftur út til æfinga með því eftir áramót.
Hrafnkell Freyr Ágústsson, knattspyrnusérfræðingur í Dr. Football hlaðvarpinu, vakti athygli á þessu á twitteraðgangi sínum.
Skemmtileg frétt frá Noregi. Dagur Sampsted, 17 ára bróðir Alfons hefur verið að æfa með B liði Bodo/Glimt í vetur og fer aftur út eftir áramót, Dagur er vinstri bakvörður. pic.twitter.com/XWndtRRiDJ
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) December 18, 2021