Guðjón snýr aftur heim

Guðjón Orri Sigurjónsson í leik með KR gegn Val.
Guðjón Orri Sigurjónsson í leik með KR gegn Val. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnumarkvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson er kominn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍBV og hefur samið við það til tveggja ára.

Guðjón Orri er 29 ára gamall Eyjamaður og lék með ÍBV til ársins 2015 en hann varði mark liðsins í 24 leikjum í úrvalsdeildinni. Hann lék með Stjörnunni 2016, Selfossi 2017, aftur með Stjörnunni 2018 og 2019 og með KR 2020 og 2021. Hann lék sjö úrvalsdeildarleiki með Stjörnunni og tvo með KR en alla leiki Selfoss í 1. deildinni 2017.

Eyjamenn eru komnir aftur í úrvalsdeildina eftir tveggja ára  fjarveru. Halldór Páll Geirsson var aðalmarkvörður liðsins í ár og lék 20 leiki af 22 í 1. deildinni og Jón Kristinn Elíasson lék tvo leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert