Sú fyrsta til að yfirgefa Breiðablik?

Heiðdís Lillýardóttir í leik með Breiðablik gegn PSG á Kópavogsvelli …
Heiðdís Lillýardóttir í leik með Breiðablik gegn PSG á Kópavogsvelli í október. mbl.is/Unnur Karen

Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýjardóttir er nú stödd við æfingar hjá portúgalska félaginu Benfica. Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við mbl.is í dag.

Heiðdís, sem er 25 ára gömul, lék alla sex leiki Breiðabliks í B-riðli Meistaradeildarinnar á tímabilinu en liðið endaði í neðsta sæti riðilsins með 1 stig.

Miðvörðurinn, sem er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum, hefur leikið með Breiðabliki frá árinu 2017 en hún á að baki 114 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 3 mörk.

Hún er samningsbundin Breiðabliki út tímabilið 2023 en hún er í viðræðum við Benfica um að ganga til liðs við félagið á láni. Heiðdís myndi svo snúa aftur til Blika næsta vor þegar tímabilið hefst á nýjan leik.

Cloé Lacasse er samningsbundin Benfica en hún gekk til liðs við félagið frá ÍBV í júlí 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert