Englendingur aðstoðar Hermann

Dave Bell er kominn til ÍBV.
Dave Bell er kominn til ÍBV. Ljósmynd/ÍBV

Enski þjálfarinn Dave Bell hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar hjá karlaliði ÍBV í fótbolta.

Hermann tók við ÍBV af Helga Sigurðssyni eftir síðustu leiktíð en Helgi stýrði liðinu upp í efstu deild. Hermann stýrði sjálfur Þrótti Vogum upp í 1. deild. 

Bell er gríðarlega reynslumikill en hann hefur þjálfað á Englandi, Skotlandi og Wales á löngum þjálfaraferli. Hermann lék sjálfur á Englandi í áraraðir við góðan orðstír.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert