Markvörðurinn áfram í Eyjum

Guðný Geirsdóttir, til hægri, í leik með ÍBV.
Guðný Geirsdóttir, til hægri, í leik með ÍBV. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumarkvörðurinn Guðný Geirsdóttir hefur samið við ÍBV um að leika áfram með liðinu næstu tvö árin.

Guðný, sem varð 24 ára í gær, lék fyrst með meistaraflokki ÍBV árið 2016 og var aðalmarkvörður liðsins 2019. Hún var í láni hjá Selfossi helming síðasta tímabils og hefur spilað 36 úrvalsdeildarleiki, 26 fyrir ÍBV og tíu fyrir Selfoss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert