Guðlaugur Baldursson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍA í fótbolta. Verður hann Jóhannesi Karli Guðjónssyni til halds og trausts.
Guðlaugur þjálfaði Þrótt á síðustu leiktíð en gat ekki komið í veg fyrir fall liðsins úr 1. deildinni. Hinn reynslumikli Guðlaugur hefur stýrt ÍBV, ÍR og Keflavík og þá hefur hann einnig verið aðstoðarþjálfari FH.
ÍA rétt bjargaði sér frá falli niður í 1. deild á síðustu leiktíð og þá tapaði liðið fyrir Víkingi í úrslitum bikarkeppninnar.