Ísland leikur tvo leiki í janúar

Íslenska landsliðið leikur tvo leiki í Tyrklandi í janúar.
Íslenska landsliðið leikur tvo leiki í Tyrklandi í janúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur tvo vináttulandsleiki í Tyrklandi í janúar. Liðið mætir annars vegar Úganda og hins vegar Suður-Kóreu en Ísland hefur aldrei áður mætt Afríkuþjóðinni né Asíuþjóðinni.

Leikirnir eru ekki á alþjóðlegum leikdögum og má því vænta að skærustu stjörnur þjóðanna verði ekki til taks.

Tilkynning KSÍ:

KSÍ getur staðfest að A-landslið karla muni leika tvo vináttuleiki í Antalya í Tyrklandi í janúar. Sem fyrr eru janúarverkefni liðsins utan hins alþjóðlega leikjadagatals FIFA, sem þýðir að íslenska liðið verður að mestu skipað leikmönnum sem spila með félagsliðum í Skandínavíu og á Íslandi. Mótherjarnir að þessu sinni verða annars vegar Úganda 12. janúar og Suður-Kórea 15. janúar. Ísland hefur aldrei áður mætt þessum tveimur þjóðum í A-landsleik karla.

Suður-Kórea er auðvitað knattspyrnuþjóð sem er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunn og þaðan hafa margir afbragðsleikmenn komið, sem hafa m.a. leikið í sterkustu deildum Evrópu, enda hefur landslið Suður-Kóreu 10 sinnum komist í lokakeppni HM og er sem stendur í 33. sæti styrkleikalista FIFA. Úganda er hins vegar í 82. sæti heimslistans, en liðið hefur aldrei komist í lokakeppni HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert