Knattspyrnumaðurinn Sindri Björnsson hefur gert tveggja ára samning við uppeldisfélagið Leikni í Reykjavík. Hann kemur til félagsins frá Grindavík þar sem hann hefur verið síðustu tvö ár.
Sindri, sem er 26 ára, varð Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018 en náði ekki að festa sig í sessi á Hliðarenda.
Hann lék afar vel sumarið 2014 þegar Leiknir tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni og var lykilmaður í liðinu sem féll aftur niður árið eftir.
Leiknir hafnaði í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í tvö ár í röð í deild þeirra bestu í fyrsta sinn.