Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður úr FH, hafnaði á dögunum tilboði um að gerast aðstoðarþjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Vålerenga.
Matthías staðfesti þetta við 433.is í dag og sagði þar að hann hefði rætt málin við Vålerenga en ákveðið að hafna boðinu þar sem hann hefði þá þurft að leggja skóna á hilluna. „Þetta var mjög stórt tækifæri fyrir mig en ég vil halda áfram að spila fyrir FH og ná árangri þar.
Matthías lék í áratug í norsku knattspyrnunni og þar af tvö síðustu árin með Vålerenga áður en hann sneri aftur til FH fyrir síðasta tímabil.