Úrslitaleikirnir í ágúst og október

Breiðablik fagnar bikarmeistaratitilinum.
Breiðablik fagnar bikarmeistaratitilinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, fer fram laugardaginn 27. ágúst næstkomandi á Laugardalsvelli, samkvæmt drög­um að niðurröðun bikarkeppninnar sem Knatt­spyrnu­sam­band Íslands birti í dag.

Fyrstu umferð bikarkeppninnar hefst hinn 24. apríl næstkomandi en karlamegin hefst bikarkeppnin hinn 8. apríl og verður 1. umferðin leikina dagana 8.-10. apríl.

Úrslitaleikurinn karlamegin fer svo fram hinn 1. október en bikarúrslitaleikurinn kvennamegin fór einmitt fram þann dag á árinu sem er að líða.

Breiðablik er ríkjandi meistari kvennamegin en Víkingur úr Reykjavík er bikarmeistari í karlaflokki.

Víkingur úr Reykjavík er ríkjandi meistari í karlaflokki.
Víkingur úr Reykjavík er ríkjandi meistari í karlaflokki. Ljósmynd/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert