Besta sem gat komið fyrir landsliðið

„Það er ekkert hægt að kvarta undan Steina enn sem komið er,“ sagði  Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttastjóri hjá Torgi, í íþróttauppgjöri Dagmála, frétta- og menningarlífsþáttar Morgunblaðsins, þegar rætt var um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu.

Þorsteinn Halldórsson tók við þjálfun íslenska liðsins í janúar 2021 og hefur farið vel af stað með liðið sem hefur unnið sex af níu leikjum sínum undir stjórn þjálfarans.

Íslenska liðið er í vænlegri stöðu í C-riðli undankeppni HM 2023 og liðið er svo á leið í lokakeppni EM 2022 sem fram fer á Englandi.

„Hann hefur komið vel inn í þetta og unnið alla þá leiki sem hægt er að gera kröfu á að íslenska liðið vinni,“ sagði Hörður Snævar.

„Ég held að það hafi verið fáir betri í verkið og hann var hárréttur maður á réttum stað á þessum tímapunkti,“ sagði Eva Björk Benediktsdóttir á RÚV.

„Evrópumótið átti að fara fram sumarið 2021 og ég held að það besta sem gat komið fyrir íslenska liðið var að mótinu var frestað um eitt ár,“ bætti Hörður Snævar við.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Sveindís Jane Jónsdóttir hefur sprungið út með íslenska kvennalandsliðinu á …
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur sprungið út með íslenska kvennalandsliðinu á árinu. mbl.is/Unnur Karen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert