Bandarískur liðstyrkur til HK

Audrey Baldwin er komin í HK.
Audrey Baldwin er komin í HK. Ljósmynd/HK

Knattspyrnudeild HK hefur gert samning til tveggja ára við bandaríska markvörðinn Audrey Baldwin. Baldwin, sem er 29 ára, hefur komið víða við á ferlinum.

Hún hefur m.a. leikið með Apollon á Kýpur, Hajvalia í Kósóvó og þá hefur hún leikið í Portúgal, Danmörku, Ísrael og Finnlandi.

Baldwin þekkir vel til íslenska fótboltans því hún hefur leikið með HK/Víkingi, Keflavík og Fylki. HK hafnaði í áttunda sæti í 1. deild á síðustu leiktíð og rétt slapp við fall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert