„Þetta var frábært sumar,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttastjóri hjá Torgi, í íþróttauppgjöri Dagmála, frétta- og menningarlífsþáttar Morgunblaðsins, þegar rætt var um Íslandsmót karla í knattspyrnu.
Víkingur úr Reykjavík varð Íslandsmeistari í lokaumferð úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í þrjátíu ár eftir æsispennandi keppni við Breiðablik.
Það féll allt með Víkingum í lokaumferðum deildarinnar á meðan Blikar, sem voru með pálmann í höndunum fyrir síðustu umferðirnar, gáfu eftir á lokasprettinum.
„Ég held að það hafi allir haldið með Víkingum undir restina, nema kannski Blikar, og það var frábært að sjá Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen ljúka ferlinum á þessum nótum,“ sagði Hörður.
„Það var rosalegt að fylgjast með þessum lokaumferðum og maður var með hjartaflökt yfir sjónvarpinu í næstsíðustu umferðinni þegar Blikarnir klikkuðu á vítinu í Kaplakrika,“ bætti Eva Björk Benediktsdóttir við.
Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála í heild sinni má nálgast með því að smella hér.