Einstakur áfangi Sölva

Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Víkinga.
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Víkinga. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Þegar Sölvi Geir Ottesen lagði fótboltaskóna á hilluna eftir sigur Víkings á ÍA í úrslitaleik bikarkeppninnar í októbermánuði síðastliðnum var hann búinn að ná einstökum árangri sem enginn annar íslenskur knattspyrnumaður hefur áður afrekað.

Þegar Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn tveimur vikum áður var sá áfangi reyndar þegar í höfn. Sölvi, sem varð einnig bikarmeistari með Víkingi haustið 2019, hefur með þessum sigrum með uppeldisfélaginu eftir að ferli hans sem atvinnumaður erlendis lauk náð að verða fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem verður bæði landsmeistari og bikarmeistari í þremur löndum.

Það tók Sölva sautján ár að ná þessu takmarki. Hann varð sænskur bikarmeistari með Djurgården á sínu fyrsta tímabili þar, árið 2004, og varð síðan tvöfaldur meistari árið eftir þegar Djurgården, sem þá var líka komið með félaga hans Kára Árnason í sínar raðir, vann bæði sænsku deildina og bikarinn.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag og þar er farið yfir alla íslenska leikmenn sem hafa unnið bæði deild og bikar í sama landinu erlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert