Ég var bara of feitur

Ísak Snær Þorvaldsson skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik.
Ísak Snær Þorvaldsson skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik. Ljósmynd/Blikar.is

Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson ætlar sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með Breiðabliki á komandi keppnistímabili.

Miðjumaðurinn, sem er tvítugur, skrifaði undir þriggja ára samning við Blika í vikunni en hann er uppalinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Ísak gekk til liðs við Breiðablik frá Norwich þar sem hann hefur verið samningsbundinn frá árinu 2017 en hann hefur einnig leikið með Fleetwood á Englandi, St. Mirren í Skotlandi og ÍA hér á landi á ferlinum.

Alls á hann að baki 27 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað þrjú mörk og þá á hann að baki 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað eitt mark.

„Ég er mjög sáttur við þessi félagaskipti til Breiðabliks,“ sagði Ísak í samtali við Morgunblaðið.

Ísak hefur leikið með ÍA á láni frá Norwich undanfarin tvö tímabil en hann var frábær fyrir Skagamenn á seinni hluta síðasta tímabils.

„Þegar ég samdi upp á Skaga sumarið 2020 þá var ég fyrst og fremst að hugsa um það að spila fótbolta og koma mér í leikform. Þegar tímabilið 2021 hófst þá var ég bara of feitur svo við segjum það bara eins og það er. Ég var þungur á mér en ég tók ekki eftir því sjálfur. Ég reif mig loksins í gang þegar fólk fór að nefna þetta sérstaklega við mig og ég missti einhver fjögur kíló á tveimur vikum.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert