Árni farinn frá Breiðabliki

Árni Vilhjálmsson er farinn frá Breiðabliki.
Árni Vilhjálmsson er farinn frá Breiðabliki. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson og Breiðablik hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi framherjans við félagið.

Hinn 27 ára gamli Árni kom til Breiðabliks fyrir síðasta sumar og skoraði 11 mörk er liðið endaði í öðru sæti og missti naumlega af Íslandsmeistaratitlinum eftir baráttu við Víking úr Reykjavík á síðustu leiktíð.

Árni ætlar að leika með liði erlendis en hann og landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eignuðust son í nóvember. Sara leikur með Lyon í Frakklandi og vill Árni vera nær Söru og frumburðinum.

„Hann er farinn út með konu og barni og þau eru að fara að einbeita sér að því að læra inn á nýtt líf. Hann er ekki lengur með samning hjá Breiðabliki og því miður var það endirinn á þessu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert