Breyting á íslenska landsliðshópnum

Davíð Kristján Ólafsson er kominn í landsliðshópinn.
Davíð Kristján Ólafsson er kominn í landsliðshópinn. Ljósmynd/Aalesund

Varnarmaðurinn Davíð Kristján Ólafsson hefur leyst Guðmund Þórarinsson af hólmi í A-landsliðshópnum í fótbolta sem mætir Úganda og Suður-Kóreu í vináttuleikjum síðar í mánuðinum.

Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í kvöld en tók ekki fram hvers vegna Guðmundur þurfti að draga sig úr hópnum. Davíð á tvo landsleiki að baki; gegn Eistlandi 15. janúar 2019 og gegn Kanada 15. janúar 2020.

Davíð, sem er 26 ára, hefur leikið með Aalesund í Noregi síðan hann kom til félagsins frá Breiðabliki 2019. Hann hefur í tvígang hjálpað liðinu að fara upp í efstu deild og einu sinni fallið úr deild þeirra bestu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert