Leik Víkings úr Reykjavík og Fylkis í Reykjavíkurmóti karla í knattspyrnu, sem til stóð að færi fram á Víkingsvelli klukkan 14 í dag, hefur verið frestað til þriðjudags.
Þetta kemur fram í tilkynningu á twitteraðgangi Víkings í dag.
Þar kemur ekki fram hvers vegna leiknum var frestað, en Reykjavíkurmótið fór af stað í hádeginu í dag með leik Vals og Fjölnis sem stendur nú yfir á Origo-vellinum.
Víkingur, Fylkir, Valur og Fjölnir eru saman í A-riðli mótsins.