Valur og Stjarnan með stórsigra

Valsmenn hefja undirbúningstímabilið af krafti.
Valsmenn hefja undirbúningstímabilið af krafti. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Valur vann stórsigur á Fjölni í fyrsta leik A-riðils Reykjavíkurmóts karla í knattspyrnu í dag. Stjarnan gerði þá afar góða ferð til Akraness og vann stórsigur á ÍA í Fótbolta.net mótinu.

Fjölnir náði forystunni gegn Val snemma leiks áður en heimamenn í Val svöruðu með hvorki meira né minna en átta mörkum.

Lokatölur því 8:1 eftir að staðan var 3:1 í hálfleik.

Stjarnan skoraði þá þrjú mörk í sitt hvorum hálfleiknum í Akraneshöllinni og vann að lokum 6:0 sigur í riðli 2 í A-deild Fótbolta.net mótsins.

Í morgun vann Leiknir úr Reykjavík svo öruggan 4:0 sigur á HK í riðli 1 í A-deild mótsins.

Úrslit leikjanna eru fengin af Úrslit.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert