Breiðablik mætir toppliði Danmerkur

Breiðablik fær verðugt verkefni í febrúarbyrjun.
Breiðablik fær verðugt verkefni í febrúarbyrjun. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Karlalið Breiðabliks í fótbolta mætir toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar er liðið tekur þátt í æfingamótinu Atlantic Cup í Portúgal í upphafi næsta mánaðar.

Breiðablik er í A-riðli mótsins ásamt Midtjylland, sem trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar, AIK frá Svíþjóð og Zenit, toppliði rússnesku úrvalsdeildarinnar. Breiðablik leikur þó ekki við rússneska liðið samkvæmt dagskrá mótsins.

Breiðablik leikur við AIK 3. febrúar og Midtjylland 7. febrúar. Þá verður leikið um sæti 11. febrúar. 

Í B-riðli er danska liðið Brøndby, Halmstad frá Svíþjóð og norska liðið Vålerenga, en fjórða lið riðilsins er óstaðfest. 

Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson leikur með Midtjylland og þeir Viðar Örn Kjartansson og Brynjar Ingi Bjarnason eru leikmenn Vålerenga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert