Danska knattspyrnufélagið SönderjyskE vill fá vinstri bakvörðinn Atla Barkarson frá Íslands- og bikarmeisturum Víkings í sínar raðir.
Fótbolti.net greinir frá þessu og jafnframt kom þetta fram í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, í dag.
Atli er sjálfur í Antalya í Tyrklandi með íslenska liðinu þar sem hann gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik á morgun. Hann var í lykilhlutverki hjá Víkingum á síðasta tímabili og spilaði alla leiki liðsins í deild og bikar.
SönderjyskE leikur í dönsku úrvalsdeildinni og með liðinu spilar Kristófer Ingi Kristinsson.