Eggert Aron Guðmundsson, hinn ungi og bráðefnilegi miðjumaður Stjörnunnar, hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild félagsins, sem gildir til loka tímabilsins 2024.
Eggert Aron, sem æfði á dögunum með danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn, er aðeins 17 ára gamall og stóð sig afar vel með aðalliði Stjörnunnar á síðasta tímabili.
Hann lék alls 15 leiki í úrvalsdeildinni síðastliðið sumar og skoraði eitt mark, glæsilegt mark gegn KR á Meistaravöllum.
„Eggert átti frábæra spretti með liðinu í sumar og verður klárlega spennandi að fylgjast með honum vaxa sem leikmanni núna í ár. Þetta eru gleðitíðindi[.]
Við óskum Eggerti innilega til hamingju með nýjan samning! Eggert er maðurinn,“ sagði meðal annars í tilkynningu knattspyrnudeildar Stjörnunnar.