Knattspyrnumaðurinn Máni Austmann Hilmarsson er genginn til liðs við FH-inga frá Leikni í Reykjavík.
Máni er 23 ára gamall kantmaður sem ólst upp hjá Stjörnunni og var síðan í Danmörku hjá FC Köbenhavn í unglingaliði. Hann lék með Stjörnunni fyrst efstir heimkomuna, síðan ÍR og HK, en með Leikni undanfarin tvö ár.
Hann tók þátt í að koma bæði HK og Leikni upp í úrvalsdeildinia. Máni á að baki 32 úrvalsdeildarleiki og 40 leiki í 1. deild með þessum félögum. Af því voru 17 leikir með Leikni á síðasta tímabili þar sem hann skoraði eitt mark. Þá lék Máni 21 leik með yngri landsliðum Íslands.