Aron Bjarki Jósepsson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild ÍA og mun því leika með karlaliði félagsins á komandi tímabili.
Aron Bjarki er uppalinn hjá Völsungi á Húsavík en hefur verið á mála hjá KR frá árinu 2011.
Hann er 32 ára gamall miðvörður sem á að baki 128 leiki í efstu deild með KR, þar sem hann hefur skorað átta mörk.
Aron Bjarki varð þrívegis Íslandsmeistari á ferli sínum með KR og sömuleiðis vann hann bikarkeppnina þrisvar sinnum.
Knattspyrnufélag ÍA hefur gert eins árs leikmannssamning við Aron Bjarka Jósepsson.
— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) January 14, 2022
Aron Bjarki kemur til félagsins frá KR, þar sem hann hefur leikið 154 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 12 mörk. Aron Bjarki er 32 ára varnamaður. #VelkominAron #ÁframÍA 💛🖤