Hörður Ingi Gunnarsson, knattspyrnumaður í FH, er á leið til norska B-deildar liðsins Sogndal samkvæmt heimildum fotbolti.net
Hörður hefur verið fastamaður í liði FH síðan hann gekk til liðs við félagið frá ÍA. Þá hefur hann leikið 18 U21 árs landsleiki og einn A-landsleik.
Fyrrum leikmaður FH, Emil Pálsson, lék með Sogndal á síðasta tímabili á láni frá Sarpsborg.